Sigurlið NORAK 2025. Birkir Baldvinsson (Norðurorka), Ragnheiður Júlíusdóttir (Skógarlundur), Steinmar H. Rögnvaldsson (Skipulagssvið) Ólafur Elvar Júlíusson (Skipulagssvið),
Mánudaginn 30. júní fór fram fjórtánda NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku.
Mótafyrirkomulagið var níu holu 4ja manna Texas Scramble auk þess sem það voru nándarverðlaun og keppt í lengsta upphafshögginu. Alls voru 32 golfarar skráðir til leiks.
Í sigurliði NORAK 2025 voru þau Birkir Baldvinsson (Norðurorku), Ólafur Elvar Júlíusson (Skipulagssvið), Ragnheiður Júlíusdóttir (Skógarlundi) og Steinmar H. Rögnvaldsson (Skipulagssvið).
Í öðru sæti urðu Andri Geir Viðarsson (Búsetuþjónusta), Anna Einarsdóttir (Brekkukot), Baldur Ingason (Velferðarsvið) og Ernir Elí Ellertsson (Lundarskóli),),
Í þriðja sæti urðu Helga Ósk Snædal (Naustaskóli), Ingólfur Örn Helgason (Velferðarsvið), Jófríður Stefánsdóttir (Slökkviliði) og Valur Örn Ellertsson (Brekkukot)
Verðlaun í nándarkeppninni (næst holu) hlutu þau Steinmar H. Rögnvaldsson á 4. braut og Halla Sif Svavarsdóttir (Brekkukoti) á 8. braut 18. braut.
Sigurvegarar í keppni um lengsta upphafshöggið á 6. braut urðu Guðmundur Smári Gunnarsson (Slökkviliði) og Anna Pálína Jóhannsdóttir (Stuðningsþjónusta).
Í mótslok var svo veittur fjöldi úrdráttarvinninga og þakkar mótanefnd styrktaraðilum* kærlega fyrir góðan stuðning.
Á meðfylgjandi myndum eru liðin sem kepptu á NORAK 2025.




